Aron Einar segist ljúka ferlinum með Þór!
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er staðráðinn í því að leika eitt keppnistímabil með Þór áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann lýsir þessu yfir í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamáli sem frumsýndur verður á sjónvarsstöðinni Hringbraut annað kvöld.
„Þórssvæðið er upprunninn og þar mun ég taka eitt tímabil í lokin. Það er prinsipp fyrir mig. Þegar ég kem heim þá tek ég eitt sumar með Þór, sama í hvaða deild þeir verða, það er klárt mál,“ segir Aron Einar í þættinum. „Mér finnst það skylda mín; að skila til baka og klára þar sem ég byrjaði er mjög mikilvægt fyrir mig.“
Aron Einar er nýorðinn 32 ára. Hann er samningsbundinn Al-Arabi í Katar næsta keppnistímabil.
Smellið hér til að sjá brot úr samtali Sigmundar Ernis og Arons Einars.