Fara í efni
Alfreð Gíslason

KA vann Gróttu og fór upp í áttunda sæti

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, sem þarna laumar boltanum inn á línuna til Patreks Stefánssonar, var mjög öflugur í sóknarleik KA í kvöld eins og oft áður. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn komust í kvöld upp í áttunda sæti Olísdeildar karla í handbolta þegar þeir sigruðu lið Gróttu 29:23 í KA-heimilinu. Þetta var annar sigur liðsins í röð í deildinni.

KA jafnaði Gróttu að stigum með sigrinum og liðin höfðu sætaskipti. KA-strákarnir eru í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor og hafa nú betur í innbyrðisviðureignum við Gróttu; Seltirningar unnu fyrri leikinn með fjögurra marka mun á heimavelli en KA vann með sex marka mun í kvöld sem fyrr segir.

Viðureign kvöldsins var liður í 12. umferð Olísdeildarinnar og því eiga KA-strákarnir 10 leiki eftir þar til kemur í ljós hvort þeir þeir verða með í úrslitakeppninni.

Leikurinn var hnífjafn fram í miðjan fyrri hálfleikinn, Grótta náði þá frumkvæðinu og var einu til tveimur mörkum yfir um tíma en KA-strákarnir komust yfir á ný á lokakaflanum og staðan var 12:11 fyrir KA í hálfleik.

Jafnfræði var áfram með liðunum þar til um miðjan seinni hálfleikinn en KA-menn reyndust mun öflugri eftir því sem leið á leikinn. Þeir juku forskotið hægt og bítandi og sigurinn var mjög öruggur þegar upp var staðið. Hann var ekki síst að þakka öflugum varnarleik.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 10 (3 víti), Einar Birgir Stefánsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Daði Jónsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Ott Varik 2.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 12 (35,3%), Óskar Þórarinsson.

Mörk KA: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Jón Ómar Gíslason 4, Sæþór Atlason 3, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Gunnar Hrafn Pálsson 2, Bessi Teitsson 1, Hannes Grimm 1, Kári Kvaran 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 4 (15,4%), Hannes Pétur Hauksson 2 (22,2%)

Öll tölfræði leiksins

Leikskýrslan

Staðan í deildinni