Fara í efni
Alfreð Gíslason

KA fær lið Gróttu í heimsókn í kvöld

Nicolai Horntvedt Kristensen og Einar Birgir Stefánsson gera að gamni sínu í sigrinum á Fjölni íð síðasta deildarleik. Þeir takast á við Gróttumenn í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA og Grótta mætast í kvöld í KA-heimilinu í 12. umferð Olísdeildarinnar í handbolta, efstu deildar Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl. 19.00 og er næst síðasti heimaleikur KA í deildinni fyrir jól.

KA sigraði Fjölni á heimavelli í síðustu umferð en Gróttumenn steinlágu fyrir Haukum í síðasta leik. KA er í níunda sæti deildarinnar með 7 stig en Grótta einu sæti ofar með 9 stig. Með sigri gætu KA-strákarnir því jafnað Seltirninga að stigum.

Í tilkynningu frá KA kemur fram að KA-heimilið verði opnað kl. 17.30. Klukkan 18.00 hefjast pallborðsumræður með þjálfurum liðanna og frambjóðendur í alþingiskosningunum á laugardaginn „mæta á svæðið og ræða við gesti um stefnu í íþróttamálum og fleira,“ segir á samfélagsmiðlum KA.