Fara í efni
Aldís Kara Bergsdóttir

KA/Þór vann FH og leiðir Grill 66 deildina

Lydía Gunnþórsdóttir skoraði sjö mörk í öruggum sigri á FH í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór vann öruggan sigur á FH í 6. umferð næstefstu deildar kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, í KA-heimilinu í dag. Lokatölur urðu 29-23. Með sigrinum náði liðið aftur tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Lydía Gunnþórsdóttir var markahæst heimakvenna með sjö mörk og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skoraði sex.

KA/Þór náði forystu strax í upphafi leiks og hélt henni til leiksloka. Munurinn var sjö mörk í leikhléi, 16-9. Munurinn varð mestur níu mörk í fyrri hluta seinni hálfleiks, en KA/Þór sigraði að lokum með sex marka mun eftir að gestirnir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.

KA/Þór

Mörk: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Susanne Denise Pettersen 3, Aþena Einvarðsdóttir 3, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Kristín A. Jóhannesdóttir 1, Selma Sól Ómarsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 6 (28,6%).
Refsimínútur: 0.

FH

Mörk: Hildur Guðjónsdóttir 6, Dagný Þorgilsdóttir 4, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 3, Eva Gísladóttir 3, Ena Car 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Telma Medos 1, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3 (9,4%).
Refsimínútur: 2.

Með sigrinum náði KA/Þór aftur tveggja stiga forystu á toppi Grill 66 deildarinnar. KA/Þór hefur 11 stig að loknum sex leikjum, en HK og Afturelding eru með níu stig. KA/Þór mætir Víkingi á útivelli í næstu umferð, laugardaginn 9. nóvember.