Aldís Kara Bergsdóttir
Íþróttafólk ársins heiðrað á miðvikudag
18.01.2021 kl. 13:58
Íþróttamenn Akureyrar árið 2019: Viktor Samúelsson, kraftlyftingamaður og Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaupari á skautum.
Tilkynnt verður um val á íþróttkarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2020 á miðvikudaginn. Síðustu ár hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni en sökum aðstæðna verður viðburðurinn í menningarhúsinu Hofi með öðru og minna sniði en venjulega og því miður ekki hægt að hafa hann opinn almenningi.
Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu og verður þetta í 42. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður. Nöfn tíu efstu í kjörinu voru birt í morgun.
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2020
- Aldís Kara Bergsdóttir, Skautafélagi Akureyrar, fyrir listhlaup
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, fyrir golf
- Anna María Alfreðsdóttir, Íþróttafélaginu Akri, fyrir bogfimi
- Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór, fyrir knattspyrnu með Þór/KA
- Ásdís Guðmundsdóttir, KA, fyrir handknattleik með KA/Þór
- Gígja Björnsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, fyrir skíðagöngu
- Gígja Guðnadóttir, KA, fyrir blak
- Hafdís Sigurðardóttir, Hjólreiðafélagi Akureyrar, fyrir götuhjólreiðar
- Hafdís Sigurðardóttir, Ungmennafélagi Akureyrar, fyrir frjálsíþróttir
- Karen María Sigurgeirsdóttir, KA, fyrir knattspyrnu með Þór/KA
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2020
- Baldur Vilhelmsson, Skíðafélagi Akureyrar, fyrir snjóbretti
- Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu
- Einar Sigurðsson, KKA, fyrir motocross
- Ingvar Þór Jónsson, Skautafélagi Akureyrar, fyrir íshokkí
- Júlíus Orri Ágústsson, Þór, fyrir körfuknattleik
- Lárus Ingi Antonsson, Golfklúbbi Akureyrar, fyrir golf
- Miguel Mateo Castrillo, KA, fyrir blak
- Vignir Sigurðsson, Hestamannafélaginu Létti, fyrir hestaíþróttir
- Viktor Samúelsson, Kraftlyftingafélagi Akureyrar, fyrir kraftlyftingar
- Þorbergur Ingi Jónsson, Ungmennafélagi Akureyrar, fyrir utanvegahlaup