Fara í efni
Aldís Kara Bergsdóttir

Aron Einar valinn í landsliðshópinn á ný

Aron Einar Gunnarsson þegar hann gekk til liðs við Þór í sumar. Hann leikur í vetur með Al-Gharafa í Katar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu til fjölda ára, er í leikmannahópnum sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeildinni, gegn Wales og Svartfjallalandi síðar í þessum mánuði.

Aron Einar var síðustu ár í herbúðum Al-Arabi í Katar en glímdi við erfið meiðsli síðustu misserin áður en hann gekk til liðs við Þór í sumar. Hann tók þátt í sex leikjum með uppeldisfélaginu en samdi í haust við Al-Gharafa í Katar og leikur þar í vetur. Aron á að baki 103 landsleiki, sá síðasti var gegn Slóvakíu á útivelli 16. nóvember á síðasta ári.

Ísland er í 3. sæti riðilsins með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Svartfjallaland er í neðsta sæti án stiga en Wales er í 2. sæti með átta stig.

Hópurinn

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir

Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 15 leikir

Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG 1899 Hoffenheim

Kolbeinn Birgir Finnsson - FC Utrecht - 14 leikir

Logi Tómasson - Stromsgodset - 6 leikir, 1 mark

Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 22 leikir

Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa - 103 leikir, 5 mörk

Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 45 leikir, 2 mörk

Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 53 leikir, 3 mörk

Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 13 leikir

Alfons Sampsted - Birmingham City F.C. - 22 leikir

Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 29 leikir, 3 mörk

Júlíus Magnússon - Fredrikstad FK - 5 leikir

Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 61 leikur, 6 mörk

Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 23 leikir, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 40 leikir, 6 mörk

Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 17 leikir, 1 mark

Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah - 97 leikir, 8 mörk

Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk

Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 13 leikir

Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 2 leikir, 1 mark

Andri Lucas Guðjohnsen - K. A. A. Gent - 28 leikir, 7 mörk

Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 12 leikir, 4 mörk

Sævar Atli Magnússon - Lyngby Boldklub - 5 leikir