Akureyri.net - ferðalög
Sannfærandi sigur KA í fyrsta úrslitaleiknum
12.04.2025 kl. 22:00

Mynd: Skapti Hallgrímsson
KA vann sannfærandi sigur á Völsungi í dag, í fyrsta úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu og KA sigraði í þremur hrinum - 3:0, 25:21, 25:14 og 25:17.
Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari. Annar leikur liðanna verður á Húsavík næsta miðvikudagskvöld, 16. apríl, og sá þriðji í KA-heimilinu fimmtudagskvöldið 22. apríl. Komi til fjórða leiks verður hann á Húsavík föstudagskvöldið 25. apríl og þurfi liðin að mætast í fimmta sinn til að knýja fram úrslit verður sú viðureign í KA-heimilinu mánudagskvöldið 28. apríl.