Fara í efni
Akureyrarkirkja

Hvað er átt við með orðinu „lífsgæðakjarni“?

Hugmynd að útfærslu á byggingu lífsgæðakjarna við Þursaholt, teiknuð af Fanneyju Hauksdóttur hjá AVH arkitektum. Skjáskot úr skýrslu vinnuhóps.

Þó ekki sé ein föst skilgreining á því hvað átt er við með orðinu lífsgæðakjarni eru lýsingar sem notaðar hafa verið allar af svipuðum meiði. Misjafnt er þó við hvaða aldur er miðað. Til dæmis er miðað við 67 ára aldur há Reykjavíkurborg, en framkvæmdaaðilar miða við 60 ára og fara jafnvel niður í 50 ára. Rekstrarfyrirkomulag lífsgæðakjarna geta líka verið margs konar, leigu- og eignaríbúðir og af mismunandi stærðum.

Hér eru nokkur dæmi um lýsingu á lífsgæðakjarna sem nefnd eru í skýrslu vinnuhópsins:

  • Reykjavíkurborg: Lífsgæðakjarnar eru heiti yfir nýja nálgun á húsnæði einkun hugsað fyrir eldra fólk þar sem áherslan er á fjölbreytt búsetuform. Eignaríbúðum, leiguíbúðum og jafnvel hjúkrunarrýmum er raðað saman í aðlaðandi umhverfi að fjölbreyttri þjónustu og í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa. Markmiðið er að tryggja áhugavert og aðlaðandi umhverfi, samveru og öryggi um leið og komið er til móts við ólíkar þarfir. (Tekið úr kynningu sem Þórhildur Egilsdóttir deildarstjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg hélt á fjórða vinnufundi hópsins).
  • Sléttan: Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Með virku samstarfi þeirra sem þar starfa og þangað sækja verður til kjarni sem leiðir af sér góðar stundir með góðu fólki. (Tekið af heimasíðu Sléttunnar, samstarfsverkefnis Sjómannadagsráðs, heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar.).
  • Mörkin (Grundarheimilin): Mörkin virðist ekki nota orðið „lífsgæðakjarni“ á sinni heimasíðu en módelið þeirra byggir á því bjóða upp á fjölbreytta þjónustu með því að hafa á sama stað íbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustu og skapa þar með ákveðna samlegð og tækifæri. (Vitnað í kynningu sem Alda Pálsdóttir frá Grundarheimilunum hélt á kynningu á 2. vinnufundi hópsins).
  • Akureyrarbær: Lífsgæðakjarnar eru heiti yfir húsnæði sem er einkum hugsað fyrir eldra fólk þar sem áhersla er á fjölbreytt búsetuform, m.a. hjúkrunarheimili. Áhersla er lögð á fjölbreytta þjónustu í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa. Markmiðið er að tryggja áhugavert og aðlaðandi umhverfi, samveru og öryggi um leið og komið er til móts við ólíkar þarfir.
    (Tekið úr skipulagslýsingu Akureyrarbæjar vegna breytingar á aðalskipulagi 2018-2030 Holtahverfi).
  • Frá Danmörku: Lífsgæðakjarnar eru þekkt fyrirbæri í Danmörku og á öðrum vinnufundi vinnuhópsins var Árni Árnason hönnuður með kynningu á á byggingu lífsgæðakjarna í Danmörku en þar er bæði boðið upp á kjarna sem eru fyrir eldra fólk en einnig húsnæði innan
    kjarna sem er fyrir allt lífsskeiðið.