Akureyrarflugvöllur
Niceair flýgur til Manchester
05.04.2022 kl. 10:01
Niceair flýgur frá Akureyri til Manchester í Englandi næsta vetur. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu sem birt var á Facebook síðu félagsins í gær. Fyrsta flug þangað verður í byrjun október.
„Við munum fljúga vikulega til Tenerife út október og svo aftur í kringum jól og áramót. London og Kaupmannahöfn halda áfram inn í veturinn og Manchester bætist við tvisvar sinnum í viku frá byrjun október.
Þú kemst í sólina áfram, kíkkar á leik í Manchester (nú eða Liverpool), færð menninguna í London og aðventuna í allri sinni dýrð í Köben“ segir í tilkynningunni.
Opnað verður fyrir bókanir í vetrarferðir á allra næstu dögum.