Akureyrarflugvöllur
Fyrsta flug easyJet til Akureyrar í vetur
Vél easyJet á Akureyrarflugvelli í dag. Mynd af Facebook síðu flugvallarins.
Breska flugfélagið easyJet hóf áætlunarflug sitt á milli London og Akureyrar á ný í dag. Þetta er annar veturinn sem félagið býður upp á flug á milli Gatwick flugvallar og Akureyrar og í næstu viku verður stigið nýtt skref þegar easyJet hefur flug á milli Akureyrar og Manchester borgar.
Flogið verður tvisvar í viku milli Akureyrar og bresku borganna tveggja fram í mars, sama dag til beggja, á þriðjudögum og laugardögum.