Fara í efni
Akureyrarflugvöllur

Byrjað að rukka fyrir bílastæði í dag

Akureyrarflugvöllur, þar sem komið hefur verið upp sjálfvirkum myndavélum sem „lesa“ númer á þeim bílum sem koma og fara. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Gjaldtaka hefst á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík í dag, þriðjudag 25. júní.

Fyrirhugað var að fyrstu 5 klukkustundirnar yrðu gjaldfrjálsar á Akureyri og Egilsstöðum en tilkynnt hefur verið að ekkert þurfi að greiða fyrir fyrstu 14 klukkustundirnir. Þannig er komið „myndarlega til móts við þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í umræðunni um gjaldtökuna,“ segir í tilkynningu frá Isavia innanlandsflugvöllum.

Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram:

  • Á Reykjavíkurflugvelli eru tvö gjaldsvæði - P1 og P2. Á P1 eru fyrstu 15 mínúturnar gjaldfrjálsar en á P2 eru fyrstu 45 mínúturnar gjaldfrjálsar.
  • Á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum er eitt gjaldsvæði. Þar eru fyrstu 14 klukkutímarnir gjaldfrjálsir. Eftir það leggst á gjald 1.750 kr. hvern sólarhring. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsgjaldið niður í 1.350 kr. og eftir 14 daga lækkar það niður í 1.200 kr.
  • Eingöngu er hægt að greiða fyrir stæði í gegnum snjallforrit Autopay, í gegnum vefsíðu Autopay og með Parka appinu.
  • Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð verður reikningur samkvæmt gjaldskrá sendur í heimabanka bíleiganda, að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi tveimur sólahringum eftir að ekið er út af bílastæðinu.
  • Allar bílastæðatekjur renna til viðkomandi flugvallar og eru ætlaðar til rekstrar og uppbyggingar bílastæða við flugvöllinn.

Frekari upplýsingar um gjaldtökuna eru að finna á heimasíðu viðkomandi flugvallar og þar eru svör við helstu spurningum, segir í tilkynningu frá Isavia - innanlandsflugvöllum.

Akureyrarflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur

Egilsstaðaflugvöllur