Fara í efni
Alþingiskosningar 2024

Þrjár vilja 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum

Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Berglind Harpa Svavarsdóttir - Valgerður Gunnarsdóttir.

Þrjár konur sækjast eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Berglind Ósk Guðmundsdóttir var í 2. sæti við síðustu kosningar og situr á þingi, Akureyri.net sagði frá því í gær að Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík og fyrrverandi alþingismaður, gæfi kost á sér og Austurfrétt greindi frá því í morgun að Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður flokksins í kjördæminu, hefði bæst í hópinn.

Frétt Austurfréttar í morgun

Frétt Akureyri.net í gærkvöldi: Valgerður keppir við Berglindi um 2. sætið