Fara í efni
Alþingiskosningar 2024

Þorsteinn í 1. sæti hjá Sósíalistaflokknum

Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi, verður oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi við kosningarnar til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í kvöld.

„Þorsteinn býr á Egilsstöðum, rithöfundur og þýðandi en fyrrum sauðfjárbóndi í Hjaltastaðaþinghá til margra ára. Hann er vinstrimaður af öllu hjarta og eignarhald á landi og fyrirtækjum sem telja má til nauðsynlegra innviða er honum hugleikið. Hann telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi hraustlega inn í húsnæðismál og tryggja fólki aðgang að leiguhúsnæði á mannsæmandi kjörum. Fjármálakerfinu þarf að gera ljóst að það á að styðja við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu en ekki sjúga úr þeim þróttinn,“ segir í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum.