Fara í efni
Alþingiskosningar

Líneik og Ingibjörg stefna á efsta sætið

Ingibjörg Isaksen og Línek Anna Sævarsdóttir.

Tvær konur bjóða sig fram í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust: Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður flokksins, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.

Líneik Anna sat á Alþingi frá 2013 til 2016 og aftur frá 2017. Hún var í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins við síðustu kosningar. Líneik hefur ekki tilkynnt formlega um framboð en Akureyri.net veit að hún gerir það innan tíðar. Ekki er vitað hvort fleiri hyggjast blanda sér í baráttuna um leiðtogasætið.

Þórunn Egilsdóttir er oddviti flokksins í kjördæminu, en hefur dregið sig í hlé vegna veikinda og verður ekki í framboði í haust af þeim sökum, eins og greint var frá á Akureyri.net í morgun.

Framsóknarmenn kjósa um efstu sæti á listanum í póstkosningu sem stendur yfir frá 1. mars til 31. mars. Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 14. febrúar.

Lágmarksbirgðir verði alltaf til í landinu

Skapti Hallgrímsson skrifar
10. nóvember 2022 | kl. 13:40

Mikil vonbrigði með ráðherraskipan

Skapti Hallgrímsson skrifar
30. nóvember 2021 | kl. 14:00

Enginn ráðherra úr Norðausturkjördæmi

Skapti Hallgrímsson skrifar
28. nóvember 2021 | kl. 13:18

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Skapti Hallgrímsson skrifar
29. september 2021 | kl. 11:20

Kosningaþátttaka á Akureyri var 79,33%

Skapti Hallgrímsson skrifar
27. september 2021 | kl. 11:26

Þjóðin hafnar öfgum – vill stöðugleika

Skapti Hallgrímsson skrifar
26. september 2021 | kl. 22:50