Fara í efni
Alþingiskosningar 2024

Kristján Þór gefur ekki kost á sér

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, verður ekki í framboði í alþing­is­kosn­ing­un­um í haust. Þetta kem­ur fram í viðtali við Kristján Þór í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Kristján, sem verið hefur oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi síðan 2007, seg­ist hafa tekið ákvörðun­ina að vel ígrunduðu máli. „Ég hef hugsað þetta og bú­inn að gera það upp við mig, að þetta sé orðið gott eft­ir 35 ára þjón­ustu í stjórn­mál­um og ætla því ekki að leita end­ur­kjörs í haust,“ seg­ir Kristján Þór í viðtal­inu.

Hann seg­ist þó ekki ætla að draga sig al­farið í hlé frá stjórn­mál­um, hann verði áfram virk­ur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins þótt hann verði ekki í flokks­for­yst­unni að þessu kjör­tíma­bili loknu.

Kristján Þór var ráðinn bæjarstóri á Dalvík árið 1986, 29 ára að aldri, og á því að baki 35 ára fer­il í stjórn­mál­um. Hann varð bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði og síðan á Ak­ur­eyri, þar til hann var kjör­inn á Alþingi 2007, þar sem hann hefur setið síðan. Kristján varð ráðherra 2013 og hef­ur setið í öll­um rík­is­stjórn­um síðan, fyrst heil­brigðisráðherra, þá mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og loks sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.