Alþingiskosningar 2024
Kjörskrá liggur frammi – kjördeildum fjölgað
12.11.2024 kl. 11:00
Kjörskrá fyrir kosningar til Alþingis sem fara fram 30. nóvember liggur frammi til sýnis í þjónustuveri Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9 fram að kjördegi. Kjörskráin miðast við heimilisfang samkvæmt þjóðskrá 29. október 2024.
Á vefnum kosning.is má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um kosningarnar og þar er meðal annars hægt að fletta upp hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Kjörstaður á Akureyri er að venju í Verkmenntaskólanum og er vakin athygli á að kjördeildum hefur verið fjölgað um eina, úr tíu í 11, og hafa því einhverjir kjósendur færst til um kjördeild frá því sem verið hefur í undanförnum kosningum.