Jakob sagði aðskilnaðinn eiga sér aðdraganda „þar sem komi meðal annars við sögu ólík sýn á leikreglur, hreinskiptni og traust. Hann þakkar öllu því góða fólki sem hann hefur átt uppbyggilegt samstarf við í þingmennsku sinni og kveðst hlakka til að láta til sín taka á nýjum vettvangi þar sem hann haldi áfram að berjast ótrauður fyrir bættum hag þeirra sem minna mega sín.“
Alþingiskosningar 2024
Jakob Frímann segir sig úr Flokki fólksins
24.10.2024 kl. 11:30
Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, hefur sagt sig úr flokknum. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, las upp tilkynningu þess efnis við upphaf þingfundar í morgun. Jakob situr áfram á þingi, utan þingflokks, fram að kosningunum 30. nóvember.
Tilkynnt var í vikunni að Jakob Frímann yrði ekki á lista flokksins við kosningarnar og kom það honum augljóslega í opna skjöldu. Hann kvaðst þá í yfirlýsingu „stoltur á þessum tímapunkti enda sýni nýleg Gallup könnun að undir hans forystu hafi fylgi flokksins þrefaldast á Norðurlandi eystra og sé hvergi meira á landinu.“