Fara í efni
Alþingiskosningar

Berglind stefnir á 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokki

Berglind Ósk Guðmundsdóttir tilkynnti í morgun að hún gefi kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Berglind Ósk er 27 ára og starfar sem lögfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri. Hún er stjórnarformaður Fallorku og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Berglind situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna, auk þess er hún í stjórn sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og stjórn ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Berglind Ósk á eina dóttur, Emilíu Margréti 5 ára. Sambýlismaður Berglindar er Daníel Matthíasson.

Í tilkynningu segist Berglind Ósk vilja leggja áherslu á að efla ungt fólk til góðra verka. Hún telur að styrkja þurfi landsbyggðina til að vega á móti öflugu höfuðborgarsvæði, m.a. með því að treysta innviði á landsbyggðinni, einna helst með traustum samgöngum, tryggri raforku, fjölbreyttara menntakerfi og öflugu heilbrigðiskerfi. Þannig sé hægt að auka lífsgæði á landsbyggðinni.

„Þá þarf að tryggja fjölbreytt atvinnutækifæri á landsbyggðinni en sérstaklega skal leggja kapp á að auka sérfræðistörf á landsbyggðinni og færa opinber störf út á land í miklu meiri mæli,“ segir hún.

Lágmarksbirgðir verði alltaf til í landinu

Skapti Hallgrímsson skrifar
10. nóvember 2022 | kl. 13:40

Mikil vonbrigði með ráðherraskipan

Skapti Hallgrímsson skrifar
30. nóvember 2021 | kl. 14:00

Enginn ráðherra úr Norðausturkjördæmi

Skapti Hallgrímsson skrifar
28. nóvember 2021 | kl. 13:18

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Skapti Hallgrímsson skrifar
29. september 2021 | kl. 11:20

Kosningaþátttaka á Akureyri var 79,33%

Skapti Hallgrímsson skrifar
27. september 2021 | kl. 11:26

Þjóðin hafnar öfgum – vill stöðugleika

Skapti Hallgrímsson skrifar
26. september 2021 | kl. 22:50