Fara í efni
Umræðan

Tónatröð – enn ein lotan

Á bæjarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag ætlar bæjarstjórn að kveikja á Tónatraðarmálinu enn á ný. Samkvæmt bókun fyrir bæjarstjórnarkosningar var ljóst að meirihluti bæjarstjórnar var kominn í öngstræti með málið. Ljóst að úthlutun lóðanna til SS byggis var afar vond stjórnsýsla. Formaður Skipulagsráðs hringir í verktaka og býður honum lóðir við Tónatröð með vilyrði um deiliskipulagsbreytingar, sem eru sannarlega í engu ásættanlegar á þessum stað. Þær hugmyndir eru úr öllu korti og hreinlega misþyrming á ásýnd Akureyrar. Áhættan er líka mikil í brekkum sem hafa lítið verið rannsakaðar.

Marga undrar tómlæti og ábyrgðarleysi meirihluta bæjarfulltrúa og virðingarleysi fyrir menningu bæjarins.

Það sem bæjarfulltrúar vita er að úhlutun lóðanna eða vilyrði er brot á stjórnsýslulögum og lóðaúthlutunarreglum bæjarins og allar líkur á að málið verði kært og vísað til dómstóla.

Það er því einlæg von mín að bæjarfulltrúar átti sig á því hvað þeir eru að gera. Man ekki eftir jafn svívirðlegum áformum á Akureyri þó margt hafi maður séð.

Þegar háhýsahugmyndir á Oddeyri voru slegnar af þá var það gert með íbúakosningu. Ef bæjarfulltrúar átta sig ekki á hvað þeir eru að gera þá eiga þeir þó þann möguleika að setja þessar gölnu hugmyndir í dóm bæjarbúa.

Akureyringar eiga rétt á að segja sitt álit á hugmyndum sem ég þykist nokkuð viss um að er algjörlega úr takti við vilja meirihluta bæjarbúa.

Á bæjarstjórnarfundi næsta þriðjudag eiga bæjarfulltrúar möguleika að koma í veg fyrir að skipulagsvitleysa á Akureyri nái nýjum hæðum. Vonandi hugsa þeir málin af skynsemi.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður skipulagsnefndar

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20