Fara í efni
Umræðan

Bein tenging við Suðurland

Hér á Norðurlandi, sértaklega á Akureyri og nágrenni hefur okkur orðið tíðrætt um beina tengingu við útlönd með flugi. Hefur verið unnið að því í áraraðir. Nú er komin á besta beina tengingin sem verið hefur með tilkomu Niceair, jafnvel þótt Londontengingin hafi brugðist um sinn.

En okkur vantar aðra beina tengingu. Okkur vantar beina tengingu við Suðurland. Sem þá jafnframt þýddi beina tengingu Suðurlands við Norðurland. Þessa tengingu er auðvelt að gera með lagningu nýs Kjalvegar. Og það kostar ekki einu sinni mikið af peningum. Lítið hefur þó verið unnið í þessari tengingu síðustu ár.

Það sem hefur hins vegar gerst á Suðurlandi á meðan árin líða er að þessi landshluti er orðinn sá heitasti á Íslandi. Selfoss vex á einhverjum mesta hraða sem sést hefur, þar er verið að byggja umtalaðasta miðbæ landsins og Selfoss stefnir hraðbyri í að verða svæðisborg Suðurlands. Um allt Suðurland er einnig mikið í gangi (þótt það kæmi smá hiksti í kóvinu), gróska og uppbygging alveg austur að Höfn. Mest að sjálfsögðu tengt ferðaþjónustu.

Með Kjalvegi yrðu 289 km milli Selfoss og Akureyrar. Milli Gullfoss og Akureyrar yrðu einungis 218 km. Það er líka hægt að tengja þessa lanshluta saman með vegi um Sprengisand. Það tengir þó stóru staðina tvo; Akureyri og Selfoss, mun verr en Kjalvegur.

Við þyrftum að setja endurnýjaðan kraft í að koma þessari tengingu á. Grundvöllurinn fyrir henni verður betri með ári hverju.

Jón Þorvaldur Heiðarsson er lektor við Háskólann á Akureyri. Greinin var upphaflega birt sem færsla á feisbúkkhópnum Umræður um byggðaþróun

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10