Fara í efni
Fréttir

Zonta safnaði milljón á listaverkauppboðinu

Nokkur verkanna sem voru á uppboði Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu um síðustu helgi.

Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna, sem hélt upp á 40 ára afmæli sitt um síðustu helgi með listaverkauppboði í Deiglunni, seldi listaverk fyrir milljón á uppboðinu.  Ágóði uppboðsins rennur í sjóðinn List styður list sem mun  styðja konur til listnáms og/eða listsköpunar.

Á Faceobook síðu Zontaklúbbsins er þeim sem komu í Deigluna eða buðu í verkin á vefnum þakkaður stuðningurinn en  þar segir jafnframt; „Næst á dagskránni hjá okkur er að auglýsa eftir styrkþegum, konum eða stúlkum sem eru að nema list eða sem „ganga með“ listaverk í maganum, sem þær hafa ekki enn haft færi á að skapa. Við gerum ráð fyrr að tilkynna styrkþegann/styrþegana í árlegri ljóaagöngu sem við göngum í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.“