Fara í efni
Fréttir

„Yfirgripsmikið þekkingarleysi á flugi“

Reykjavíkurflugvöllur: Mynd af vef Isavia

Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, afhjúpaði „yfirgripsmikið þekkingarleysi“ í þættinum Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, þegar rætt var um Reykjavíkurflugvöll. Þetta segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson viðskiptafræðingur og flugmaður.

„Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn, en ég get ekki orða bundist vegna ummæla hennar og skeytingarleysis fyrir öryggi allra landsmanna, auk þess að afhjúpa yfirgripsmikið þekkingarleysi á flugi, sjúkraflugi og flugvöllum almennt,“ segir Þorvaldur Lúðvík í grein sem Akureyri.net birti í kvöld. Hún birtist fyrst á Facebook síðu Þorvaldar fyrr í dag. 

„Í þessari viðkvæmu, tæknilegu og flóknu umræðu var hún augljóslega ekki á heimavelli, því allt var rangt sem hún sagði um völlinn. Allt. Það er ábyrgðarhluti að fleyta svona misvísandi og villandi upplýsingum.“

Grein Þorvaldar Lúðvíks: Yfirgripsmikið þekkingarleysi