Menning
WindWorks í Norðri – lokahátíð í dag
05.08.2024 kl. 11:17
Pamela De Sensi flautuleikari kemur fram á lokatónleikum WindWorks í Norðri í dag. Ljósmyndir: Þórarinn Stefánsson.
Alþjóðlegu tónlistarhátíðinni WindWorks í Norðri lýkur í dag með tónleikum í Mótorhjólasafni Íslands.
Á lokatónleikunum frumflytur flautuleikarinn Pamela De Sensi meðal annars verk eftir Gaia Aloisi, sem og sitt eigið verk fyrir flautu og tölvu sem tengist tónum mótorhjólsins. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Pamela De Sensi, en hún og Petrea Óskarsdóttir standa að hátíðinni sem hefur gengið mjög vel með fulltingi fjölmargra styrkjenda og stjórnenda safnanna sem hafa hýst tónleikana.
Tónleikarnir hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis.