Vodafone-dagurinn endurtekinn að ári
Síðasti laugardagur var Vodafone-dagur í Hlíðarfjalli sem fólst í fjölskylduhátíð fyrri hlutann og síðan voru tónleikar við skálinn í Strýtu um kvöldið.
Dagskráin hófst á rassaþotukeppni við Töfrateppið sem var rautt fram að kvöldi. „Tók þá við stórskemmtileg hraðamæling á sérstakri Vodafone háhraðabraut. Gestir voru bæði áhugasamir og fullir keppnisanda en þónokkrir gestir fækkuðu þykkum vetrarflíkum til þess að ná enn meiri háhraða til slá hraðametið á brautinni. Kvöldið var að sjálfsögðu alls ekki síðra en þá brauð Vodafone öllum frítt í fjallið svo hægt var að renna sér langt fram á kvöld,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
DJ Lilja Hólm þeytti skífum um kvöldið og síðan tóku við tónleikar með hljómsveitinni FLOTT við Strýtuskála „og dönsuðu kátir gestir undir þyrlandi snjókornum.“
„Viðburðurinn heppnaðist mjög vel og ljóst að fólk skemmti sér konunglega bæði yfir daginn og um kvöldið. Það er ekki spurning að viðburðurinn verður endurtekin að ári,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir , forstöðumaður markaðs og samskiptamála hjá Vodafone.