Fara í efni
Menning

Viðurkenningar fyrir störf í þágu samfélagsins

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, lengst til vinstri, ásamt þeim sem hlutu viðurkenningar í dag. Mynd: Daníel Starrason

Nafnarnir Þorsteinn Pétursson, Steini Pé, og Þorsteinn E. Arnórsson, hlutu í dag heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins. Tilkynnt var um þessar viðurkenningar og fleira á Vorkomu, árlegri samkomu Akureyrarbæjar í Listasafninu. 

  • Þorsteinn Pétursson fékk viðurkenninguna fyrir framlag sitt til varðveislu og nýtingar eikarbátsins Húna II
  • Þorsteinn E. Arnórsson fékk viðurkenningu fyrir óeigingjarnt og frábært framlag til reksturs Iðnaðarsafnsins á Akureyri
  • Síðustu ár hefur sveitarfélagið veitt ungum listamanni styrk til að geta sinnt köllun sinni yfir sumarmánuðina og að þessu sinni varð Sunneva Kjartansdóttir, dansari og danshöfundur, fyrir valinu. Sunneva leggur nú stund á dansnám í Copenhagen Contemporary Dance School.
  • Rauða krossinum við Eyjafjörð var veitt sérstök manréttindaviðurkenning fyrir gott starf í þágu samfélagsins
  • Drífa Helgadóttir var heiðruð fyrir drjúgt sjálfboðaliðastarf fyrir Lautina, athvarf fyrir fólk með geðraskanir