Fara í efni
Mannlíf

Við erum í ríkri þörf fyrir að geta treyst

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um traust í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna. „Tilfinningin að geta treyst eða finna að maður njóti trausts er sennilega ekki minna mikilvægt afl en ást eða hatur. Jafnvel álíka mikilvægt mannkyninu og aðdráttarafl jarðarinnar,“ segir hann meðal annars.

Við erum í ríkri þörf fyrir að geta treyst, segir Ólafur. Það sé grunnþörf í mennskunni, auki nauðsynlega öryggiskennd okkar og gerir okkur fært að lifa áfram.
 
„Við þurfum að geta treyst hvert öðru. Í vinahópnum, fjölskyldunni, í viðskiptum stjórnmálum og samfélaginu. Samningar, sáttmálar og stjórnmál byggja á trausti. Þeir sem ráða og stjórna þurfa að njóta trausts. Einræði og stríð er rof á trausti. Trúin er dýrmætt traust á æðri mátt þegar allt annað bregst.“
 

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs