Fara í efni
Mannlíf

Útivistarsvæðin vinsæl sem fyrr

Unnsteinn Jónsson í Kjarnaskógi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Skíðamenn eru brosmildir og glaðir þessa dagana enda nægur snjór bæði í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi.

Hvasst var í Hlíðarfjalli í morgun en stefnt að því að opna lyftur á neðri hluta svæðisins klukkan 16.00.

Alltaf er opið í Kjarnaskógi – vetur, sumar, vor og haust – eins og unnendum þeirrar paradísar er kunnugt. Þar njóta margir útivistar allt árið og gönguskíðamenn hafa verið áberandi síðustu daga. Unnsteinn Jónsson var einn þeirra sem Akureyri.net rakst á í skóginum; hann býr sig undir Vasagönguna í Svíþjóð – Vasaloppet – sem fer fram fyrstu helgina í mars. Þar ganga keppendur hvorki meira né minna en 90 kílómetra, frá Berga til Mora í Dölunum. Unnsteinn er á leið þangað í níunda skipti.

Einn fjölmargra sem gengu á skíðum í Kjarnaskógi laust fyrir áramót. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson