Úrslitaeinvígið í íshokkí kvenna hefst í dag
Kvennalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí, reimar á sig skautana og mundar kylfurnar í dag þegar rimma SA og Fjölnis um Íslandsmeistaratitilinn hefst. SA-konur taka á móti Fjölniskonum í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl. 16:45.
SA gerir atlögu að 18. Íslandsmeistaratitlinum í röð í kvennaflokki og miðað við yfirburði liðsins í deildarkeppninni, Hertz-deildinni, á tímabilinu er ekki fjarri lagi að spá þeim titlinum enn eitt árið. Þjálfarar liðsins hafa þurft að fást við þann höfuðverk í vetur að velja leikmannahópinn því áhuginn er orðinn það mikill og mikið framboð af frambærilegum konum að ekki komast allar að sem vilja og ættu erindi.
Þessi lið mættust átta sinnum í deildarkeppninni á tímabilinu. Sjö sinnum hafði SA sigur, en Fjölnir vann einn leik. Markatalan í leikjunum er samtals 32-17, eða um það bil 4-2 að meðaltali, SA í vil.
- 2. september
SA - Fjölnir 5-4 - 14. september
SA-Fjölnir 6-1 - 6. október
Fjölnir - SA 1-3 - 7. október
Fjölnir - SA 4-1 - 18. nóvember
SA - Fjölnir 2-1 - 16. desember
Fjölnir - SA 2-4 - 20. janúar
Fjölnir - SA 2-4 - 3. febrúar
SA - Fjölnir 7-2