Fara í efni
Mannlíf

Uppfærð kortasjá og ný heimasíða

Magnús Smári Smárason kemur víða við í 10. pistlinum fyrir Akureyri.net um gervigreind sem birtist í dag. Enn einn mjög áhugaverður pistil þar á ferð sem ástæða er til að hvetja lesendur til að kynna sér. 

  • KORTASJÁIN – Kynnt er ný og endurbætt útgáfu af kortasjá sem Magnús þróaði ásamt Arnóri Blika Hallmundssyni, sem lesendur þekkja vel vegna pistlanna góðu um Hús dagsins sem birtast reglulega á bloggi hans og Akureyri.net. Síðan er orðin mun notendavænni, sérstaklega á farsímum og spjaldtölvum, segir Magnús Smári.
  • HEIMASÍÐA – Magnús Smári kynnir einnig opnun nýrrar heimasíðu sinnar. „Síðan býður upp á ýmsa möguleika til samskipta og miðlunar upplýsinga og ég hlakka til að þróa hana áfram. Ég hvet ykkur til að skoða síðuna og láta mig vita ef þið hafið ábendingar eða athugasemdir,“ skrifar hann.
  • KAPPHLAUPIÐ – Magnús Smári fjallar um Open AI sem hann segir að hafi enn og aftur náð forystu í gervigreindarkapphlaupinu með kynningu á nýjum módelum sem hafi vakið mikla athygli. „Módelin sem kallast o1 og o1-mini hafa þann eiginleika að þau „hugsa“ lengur um þau verkefni sem þeim eru falin. Þetta leiðir oft til nákvæmari niðurstaðna en við sjáum í hefðbundnum módelum,“ segir Magnús.
  • TILRAUNIR – Hann segir frá Kyle Kabasares, doktor í eðlisfræði sem hefur verið að gera afar áhugaverðar og hreinskilnar tilraunir með þessi nýju módel. „Hann hefur látið þau glíma við eðlisfræðidæmi á doktorsstigi - þau sömu og hann sjálfur vann með í sínu doktorsverkefni. Ég mæli eindregið með að þið skoðið myndböndin hans á YouTube þau veita góða innsýn í getu þessarar nýju tækni.“
  • KÖNNUN – Í pistlinum er stutt könnun sem Magnús Smári setti saman „til að hjálpa mér að skilja betur hvernig þið eruð að upplifa og nýta þessa tækni,“ segir hann og ávarpar lesendur. „Ég væri mjög þakklátur ef þið gætuð gefið ykkur nokkrar mínútur til að svara henni. Niðurstöðurnar munu hjálpa mér að móta efni komandi pistla þannig að þeir séu sem gagnlegastir fyrir ykkur.“

Smellið hér til að lesa pistil Magnúsar Smára