Uppbygging á „nýja Íslandi“ við Aðalstræti
Nokkuð mörg hús frá 10. áratug 19. aldar standa enn á Akureyri, sér í lagi hús byggð rétt fyrir aldamótin. Arnór Bliki Hallmundsson hyggst á næstu vikum fjalla um hús frá þessum áratug í pistlaröðinni Hús dagsins.
„Í þessari umfjöllun berum við fyrst niður við Aðalstræti: Aðalstræti er ein elsta gata Akureyrar og liggur um hið upprunalega bæjarland undir hinni snarbröttu brekku undir Búðargili og Naustahöfða. Nær gatan frá hinni upprunalegu Akureyri, neðan Búðargilsins og suður Fjöruna, en þessi hverfi hlutu saman nafnið Innbær, þegar þéttbýlið breiddi úr sér m.a. á Oddeyri,“ skrifar Arnór Bliki.
Í upphafi stóðu hús aðeins vestanmegin eða „brekkumegin“ við Aðalstrætið, sunnan Hafnarstrætis, enda var flæðarmálið austanmegin, segir Arnór Bliki. Á síðustu árum 19. aldar hófust miklar framkvæmdir, þar sem gerðar voru geysilegar landfyllingar á svæðinu sunnan hinnar eiginlegu Akureyrar og var það með fyrstu skiptum þar sem grafið var framan úr brekkunni og fyllt upp í flæðarmálið. Var þessi landfylling kölluð „nýja Ísland“ og á meðal þeirra sem reisti hús á hinu nýja landi var Þórður Thorarensen. Hann reisti húsið Aðalstræti 13 árið 1898 og fjallar Arnór Bliki um það í dag.
Smellið hér til að lesa pistils Arnórs Blika