Fara í efni
Menning

Unaður sem leikur á strengi sálarinnar

Hljómsveitarstjórinn og sópransöngkonan Barbara Hannigan í lok tónleikanna í Hofi á föstudagskvöldið. Ljósmyndir: Skapti Hallgrimsson

„Sextándi júní var einn af þessum toppdögum í mínu lífi. Einn af þessum allra hlýjustu dögum sem sumar á Akureyri færir manni,“ skrifar Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld á Akureyri, í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Þessi dagur átti þó líka eftir að flytja mér einn fallegasta óð, sem heimurinn býður upp á. Þá dýpstu upplifun, sem heyrnin getur fært manni og um leið þann mesta unað sem leikur á strengi sálarinnar. Þessum dásamlega degi lauk með einni af göngu á hæsta tind, sem ber mann svo langt frá heimsins ósóma og viðbjóði tortímingar og mannhaturs. Þetta var óðurinn sem hinn heimsþekkti söngvari og hljómsveitarstjóri Barbara Hannigan flutti í Hofi með fullskipaðri Sinfóníuhljómsveit Íslands. “

Smellið hér til að lesa grein Jóns Hlöðvers