Fara í efni
Fréttir

Tungumálið er eins og barn sem þarf öryggi ...

Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennari og skáld, fjallar um mál og menningu í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. 

„Nú veit ég ekki fyrir víst hvað má flokkast undir málvernd og þjóðernisást því búið er að skekkja og glæpavæða svo margt í máli og menningu okkar að maður myndi t.d. aldrei voga sér að tala um þjóðerniskennd eða stolt yfir landi, þjóð og tungu,“ skrifar Stefán Þór.

Lengi vel hafi þetta þó verið talið heilög þrenning eins og lýsa megi í ljóði:

Heilög er þessi þrenning:
þjóðin, tungan og menning.
Landið í lífsins svala;
listin er sú að tala
málið sem guðinn oss gefur
og gróið með þjóðinni hefur.

Stefán segir íslenskuna vonandi verða áfram fyrsta mál og opinbert tungumál á Íslandi en hún muni auðvitað þróast og breytast og geri það ansi hratt núna. „Ég telst seint íhaldssamur íslenskukennari enda legg ég blessun mína yfir slettur í hæfilegu magni, breytingar á orðaforða, beygingakerfinu og fleira í þeim dúr og hvet fólk til þess að leika sér með málið í stað þess að leiðrétta og tuða í sífellu. Vissulega er samt dapurlegt þegar unga fólkið finnur ekki íslensk orð yfir þau hugtök sem það er með í kollinum á ensku.“

Smellið hér til að lesa grein Stefáns Þórs.