Fréttir
Tundurduflið sprengt í dag – MYNDBAND
08.01.2025 kl. 17:30
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar að störfum í Eyjafirði í dag. Myndir: Landhelgisgæslan
Vel gekk að eyða tundurduflinu sem Björg EA fékk í veiðarfærin og kom með að landi á Akureyri í gær. Það var sprengt undan Svalbarðseyri um hádegisbil eins og Akureyri.net sagði frá fyrr í dag.
Landhelgisgæslan hefur birt myndband af sprengingunni. Smellið á efri myndina hér fyrir neðan til að sjá það.
Mjög gott myndband af sprengingunni er á vef Ríkissjónvarpsins, tekin nær en það sem Landhelgisgæslan birti. Smellið á neðri myndina til að sjá frétt RÚV og myndbandið.
MYNDBAND LANDHELGISGÆSLUNNAR
FRÉTT OG MYNDBAND RÚV