Menning
Tónleikar í tilefni 40 ára útgáfuafmælis Konu
15.04.2025 kl. 16:30

Í tilefni þess að 40 ár eru um þessar mundir síðan Bubbi Morthens sendi frá sér plötuna Kona, flytja Soffía Karlsdóttir og Léttsveit Péturs V., plötuna í heild sinni á Græna hattinum fimmtudagskvöldið 1. maí. Um er að ræða „leikræna tónleika“, eins og það orðað í tilkynningu.
Eftir hlé verða flutt nokkur vel valin lög Bubba frá 1981 til 2009, m.a. með Egó og Utangarðsmönnum og að auki lög sem tengjast verkalýðsdeginum, til dæmis Stál og hnífur.
Léttsveitina skipa Pétur Valgarð Pétursson, gítarleikari og tónlistarstjóri, Davíð Atli Jones sem leikur á bassa, trommarinn Eysteinn Eysteinsson og Kristinn Einarsson, píanóleikari.