Fara í efni
Menning

Tónleikar helgaðir minningu Þorkels

Kór Akureyrarkirkju heldur tónleika í kirkjunni í dag, laugardag, og eru þeir helgaðir minningu Þorkels heitins Sigurbjörnssonar, eins fremsta tónskálds þjóðarinnar. 10 ár eru nú liðin frá andláti hans.

Þorkell er eitt af stærstu tónskáldum þjóðarinnar, segir Þorvaldur Örn Davíðsson, organisti og stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju. „Hann samdi kórverk og sálma sem Íslendingar hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við og þeirra fremst er Heyr, himnasmiður, elsti sálmur Norðurlanda, ortur af Kolbeini Tumasyni í Víðinesbardaga árið 1208.“

Á tónleikunum munu einnig hljóma mögnuð kórverk sem heyrast sjaldnar eins og 121. sálmur Davíðs og Missa brevis. Á milli verka mun Eyþór Ingi Jónsson leika orgelhugleiðingar byggðar á laglínum og stíl Þorkels.

Ókeypis er á tónleikana sem hefjast kl. 17.00.