Fara í efni
Mannlíf

Þú ferð ekki inn í kennslustofu í síðbuxum

Flestir kennaranna voru býsna fullorðnir og allar reglur fast mótaðar. Mín beið að læra þessar reglur og tileinka mér þær. Það tók dágóða stund því reglurnar lágu aðeins í loftinu, þær voru ekki skráðar á veggi skólans. En það kom að því að ég braut reglu, sem reyndar var óskrifuð.

Þannig kemst Kristín Aðalsteinsdóttir að orði í enn einum góða pistlinum sem hún skrifar fyrir Akureyri.net. Þetta var fyrsta veturinn eftir að hún flutti frá Reykjavík, tvítug að aldri, og hóf kennslu við Barnaskóla Akureyrar.

Þegar ég kom inn á kennarastofuna, sló þögn á mannskapinn, sem þar var fyrir. Ein eldri kvenanna rauf þögnina og sagði: „Þú ferð ekki inn í kennslustofuna í síðbuxum, þangað mætir kennslukona í kjól eða pilsi ...“

Kristín er fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri. Pistlar hennar birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.