Fréttir
Þota til Akureyrar og Egilsstaða í dag
30.06.2022 kl. 12:27
Boeing 757 þota Icelandair. Mynd af vef fyrirtækisins.
Icelandair grípur til þess ráðs í dag að flytja farþega á milli Akureyrar og Reykjavíkur með Boeing 757 þotu félagsins og sömu sögu er að segja af flugi á milli höfuðborgarinnar og Egilsstaða.
Ferð á milli Akureyrar og Reykjavíkur í gærkvöldi var felld niður og aftur í morgun, svo og milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Ástæðan er tæknileg vandamál sem komu upp í tveimur vélum í innanlandsflota Icelandair að því er segir í tilkynningu frá félaginu.
Þessar ferðir Boeing þotunnar eru fyrirhugaðar í dag:
- Reykjavík - Akureyri 16:30
- Akureyri - Reykjavík 18:00
- Reykjavík - Egilsstaðir 19:30
- Egilsstaðir - Reykjavík 21:15
Í tilkynningunni segir að farþegum sem eigi bókað flug í dag en hafi ekki tök á að nýta sér þau sem getið er um hér að ofan sé boðin endurgreiðsla eða að breyta flugi sínu sér að kostnaðarlausu.