Íþróttir
Þórsarar semja við serbneskan miðvörð
18.03.2021 kl. 15:35

Petar Planic, til vinstri, í leik með PSIS Semarang í Indónesíu árið 2018.
Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við serbneskan miðvörð, Petar Planic, um að leika með liðinu í sumar.
Planic er nýorðinn 32 ára og lék frá því um tvítugt með liðum í efstu og næst efstu deild í Serbíu; 66 leiki í efstu deild og heldur fleiri í næst efstu. Frá 2017 hefur hann leikið í Líbanon, Moldóvu, Indónesíu, Bosníu, Bangladesh og nú síðasta á Maldíveyjum.
„Félagið væntir mikils af Petar og þeirri reynslu sem hann kemur til með að gefa hinu unga liði Þórs í Lengjudeildinni í sumar,“ segir á heimasíðu Þórs.