Fréttir
Þarf að taka öll prófin í Reykjavík?
09.10.2024 kl. 06:00
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir brýna þörf á breytingum fyrirkomulags inntökuprófa í háskóla.
„Núverandi fyrirkomulag inntökuprófa til grunnnáms í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði krefst þess að allir próftakar mæti til Reykjavíkur,“ segir Ingibjörg í grein sem birtist á Akureyri.net í gærkvöldi.
Lausnirnar eru til, segir Ingibjörg, og að breytingar séu ekki aðeins réttlætismál, „heldur einnig lykill að því að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla nemendur, óháð búsetu.“
Smellið hér til að lesa grein Ingibjargar