Mannlíf
Þær segja oft meira en þúsund orð – MYNDIR
04.09.2024 kl. 09:00
Mynd úr safni Skógræktarfélags Eyfirðinga
„Það verður seint fullbrýnt fyrir fólki að taka myndir við upphaf framkvæmda,“ segir Sigurðar Arnarson í upphafi pistils dagsins í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Þegar pistillinn er lesinn blasir við hve vel Sigurður hittir naglann á höfuðið.
Sigurður heldur áfram: „Við hjá Skógræktarfélaginu erum svo heppin að eiga dálítið safn mynda frá fyrri tíð. Meðal annars eigum við myndir sem teknar voru við hitavatnslögnina frá Laugalandi árið 1981. Síðan þær myndir voru teknar hafa trén við leiðsluna vaxið ljómandi vel og prýða allt umhverfið. Bergsveinn Þórsson átti ekki í vandræðum með að þekkja hvar myndirnar voru teknar þannig að nú í sumar fórum við á sömu staði, eða því sem næst, og tókum myndir til samanburðar. Árangurinn birtum við í þessum pistli.“
Smellið hér til að lesa pistil dagsins