Sýrukenndar bylgjur betrekks á veggjum

Á Akureyri gat veggfóður aldrei heitið svo útflöttu orði, en betrekk var miklu nærri lagi, og raunar svo erlendis, að norðanmennirnir fyrir botni fjarðarins langa fóru að líma það á veggi heimila sinna eins og hver önnur klæðning eða málning væri algerlega úr sögunni.
Þannig hefst 71. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
En betrekk var um alla veggi þegar þeir mættust heldur kumpánlega, sjöundi og áttundi áratugur tuttugustu aldarinnar. Og allt var að breytast. Ekki síst híbýli fólks. En það sem áður var þjóðlegt og hóflegt, varð í skjótri hendingu svo smart og skrautlegt að heimilin tóku algerum stakkaskiptum.
Pistill dagsins: Betrekk