Fara í efni
Menning

Sumartónleikar hefjast í Akureyrarkirkju

Hin árlega tónleikaröð, Sumartónleikar í Akureyrarkirkju, hefst um næsti helgi, sunnudaginn 2. júlí. Tónleikaröðin hefur verið haldin síðan 1987 og fest sig vel í sessi.

Viðburðir verða alla sunnudaga í júlí og hefjast tónleikarnir alltaf klukkan 17.00. Frítt er inn á alla tónleikana en tekið við frjálsum framlögum.

Á fyrstu tónleikum sumarsins, næsta sunnudag, koma fram Sálar-Drottningar eins og þær kalla sig; Jónína Björt, Guðrún Arngríms og Maja Eir, eins og segir í tilkynningu, og munu þær flytja tónlist sem Aretha Franklin, Nina Simone, Ella Fitzgerald og Etta James voru hvað frægastar fyrir. Helga Kvam spilar með þeim á píanóið. „Kvenorka í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningunni.

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/796744908740882?ref=newsfeed

„Svo koma kallarnir sunnudaginn 9. júlí en það eru drengirnir í Olga Vocal Ensemble. Þeir eru að koma til okkar í þriðja sinn og eru núna að halda upp á 10 ára starfsafmæli. Þeir munu flytja öll sín uppáhaldslög, klassík, jazz, popp.

16. júlí mætir barrokk bandið Brák og flytur tónleikana Fána, verk eftir Þuríði Jónsdóttur og fleira.

Síðustu tónleikar í tónleikaröðinni ber heitið Hófaspil. Ásta Soffía og Sigríður Íva flytja okkur íslensk og norsk þjóðlög þann 23. júlí.“

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju á Facebook: https://www.facebook.com/profile.php?id=100057395802579

Tónleikaröðin hlaut styrk frá Menningarsjóði Akureyrar og er partur Listasumri.