Mannlíf
Stubbastuð hjá yngstu hestamönnum Léttis
17.03.2025 kl. 06:00

Myndir: Andrea Dís Haraldsdóttir
Glæsilegur hópur ungra knapa gerði sér glaðan dag ásamt foreldrum og öðrum hestamönnum í hesthúsahverfinu Breiðholti á Akureyri á laugardaginn. Andrea Dís Haraldsdóttir tók þá þessar skemmtilegu myndir.
Yngsti þátttakandinn í þessu stubbastuði, eins og Léttismenn kalla viðburðinn, var tveggja ára og þeir elstu á sextugsaldri. Farið var í rólegan reiðtúr í grennd við hesthúsahverfið og í kjölfar boðið upp á heitt kakó, kanilsnúða, vöfflur og kex.
Þetta var frábær dagur og augljóst að næsta kynslóð er að þróast og blómstra í hestamennsku, og öllu sem tilheyrir henni, sagði hestamaður sem var með í stubbastuðinu, við Akureyri.net.
Börnin á myndunum eru Marín Rósa Kristjánsdóttir, Dagfari Leonard Viktorsson, Brynja Elísabet Árnadóttir, Ólafur Bragi Oddsson, Viðja Kristín Friðriksdóttir og Dagbjört Kristjánsdóttir, og fullorðna fólkið Guðný Dóra Einarsdóttir, Andrea Diljá Ólafsdóttir, Andrea Dís Haraldsdóttir, Kristján Hjalti Sigurðsson, Álfheiður Kristín Harðardóttir, Julia Leschhorn og Svandís Þóra Kristínardóttir.


