Íþróttir
Strandblak: Íslandsmót í Kjarnaskógi í dag
17.08.2024 kl. 12:30
Það verður líf og fjör í Kjarnaskógi, nánar tiltekið á strandblaksvöllunum, í allan dag og á morgun. Íslandsmótið í strandblaki hófst á níunda tímanum í morgun og stendur keppni fram undir klukkan átta í kvöld. Mótinu lýkur með úrslitaleikjum á morgun.
Blakdeild KA er mótshaldari og taka 16 lið frá félaginu þátt í mótinu. Taktíkin í strandblaki er töluvert frábrugðin hinu hefðbundna blaki. Í strandblakinu eru tveir í liði og spilað á sandvöllum, eins og nafnið gefur til kynna.
Leikjadagskrá dagsins í dag má sjá hér.
Gera má ráð fyrir góðri stemningu í Kjarnaskógi í allan dag og upplagt að leggja leið sína í skóginn til hollrar útiveru og kíkja á blakarana í leiðinni.