Stórsigur SA Víkinga og forysta í einvíginu
Í framhaldi af frábærum viðsnúningi í öðrum leik í úrslitaeinvígi SA og SR um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí hefur SA nú snúið einvíginu sér í hag með sigri á heimavelli og tekið forystuna í einvíginu, 2-1. Færð og ferðatafir höfðu mögulega einhver áhrif á frískleika gestanna, að minnsta kosti var sigurinn í kvöld öruggur og stór í mörkum talið.
SA komst í 3-0 áður en fyrsta og eina mark SR leit dagsins ljós. Eftir það bættu Akureyringar við fjórum mörkum og unnu leikinn örugglega, 7-1.
SA - SR 7-1 (1-0, 2-1, 4-0)
- 1-0 Jóhann Már Leifsson (10:33). Stoðsending: Andri Freyr Sverrisson.
- - - - 2-0 Unnar Hafberg Rúnarsson (28:30). Stoðsending: Atli Sveinsson.
- 3-0 Unnar Hafberg Rúnarsson (36:00). Stoðsending: Arnar Helgi Kristjánsson, Róbert Máni Hafberg.
- 3-1 Kári Arnarsson (37:40). Stoðsending: Ólafur Björnsson.
- - - - 4-1 Jóhann Már Leifsson (44:11).
- 5-1 Róbert Máni Hafberg (43:43).
- 6-1 Uni Steinn Blöndal Sigurðarson (52:36).
- 7-1 Róbert Máni Hafberg (54:06). Stoðsending: Atli Sveinsson, Unnar Hafberg Rúnarsson.
Jakob Ernfelt Jóhannesson varði 27 skot í marki SA, eða 96,4%. Kollegi hans í marki SR, Atli Valdimarsson, varði 30 skot, eða 81%. Heimamenn dvöldu í tíu mínútur í refsiboxinu, en gestir í 17 mínútur.
Fjórði leikur liðanna fer fram í Skautahöllinni í Laugardal þriðjudagskvöldið 26. mars og hefst kl. 19:30.