Fara í efni
Mannlíf

Stórmerkilegt hús og fallegt í Barðslaut

„Fyrir Hafnarstræti miðju standa nokkur virðuleg og reisuleg timburhús frá árunum um aldamótin 1900, sérleg kennileiti þessa svæðis og sjást langt að.“ Þannig hefst stórfróðlegur og skemmtilegur pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í pistlaröðinni Hús dagsins.

„Syðst og elst þessara húsa er Hafnarstræti 49, sem byggt var 1895. Einhvern tíma kallað Sýslumannshúsið eða Amtmannshúsið en síðustu áratugi skátaheimilið Hvammur. Stendur það í svonefndri Barðslaut.“

Hver byggði húsið? Hvers vegna stendur það nákvæmlega á þessum stað? Af hverju var það kallað Sýslumannshús eða Amtmannshús? Hvernig stóð á því að skátarnir eignuðust það? Þessum spurningum og mörgum fleiri svarar Arnór Bliki í mögnuðum pistli.

Smellið hér til að lesta pistilinn.