Fara í efni
Fréttir

Stórbætti metið: stökk 291 m – MYNDBAND

Skjáskot af Instagramreikningi Red Bull

Japaninn Ryoyu Kobayashi stórbætti heimsmetið í skíðastökki í Hlíðarfjalli í morgun þegar hann flaug 291 metra. Greint er frá afrekinu á samfélagsmiðlum orkudrykjarisans Red Bull sem stendur fyrir ævintýrinu.

Heimsmetið var 253,5 m þar til í gær að Japaninn mun hafa stokkið aðeins lengra. Ekki stóð til að stökkva aftur í dag en var gert vegna þess að hann vildi ólmur reyna að ná markmiðinu, að fara fir 300 metra. Það tókst ekki alveg en kappinn stórbætti þó heimsmetið! Aldeilis sögulegt atvik á Akureyri, og milljónatugir munu án efa sjá stökkið á samfélagsmiðlum innan tíðar.

Hér má sjá stökkið, á Instagram reikningi og Facebook síðu Red Bull:

https://www.instagram.com/p/C6JfcmDicjF/

https://www.facebook.com/RedBull

Frétt Akureyri.net í gær: Heimsmetstilraun í Hlíðarfjalli

Instagram Ryo Koba

VIÐBÓT – Hér má sjá myndir sem Þorgeir Baldursson tók af metstökkinu í morgun. Rauða línan sem dregin er þvert yfir brautina sýnir gamla heimsmetið og bláa línan þar fyrir neðan er 300 metra frá stökkpallinum.