Stöðugleikar SA í beinu streymi á Akureyri.net
Samtök atvinnulífsins (SA) halda Stöðugleikana í Hofi á Akureyri í dag, mánudag; fund þar sem fulltrúar atvinnulífs, stjórnvalda og stéttarfélaga ræða eftirfylgni við nýlega kjarasamninga sem kenndir voru við stöðugleika. Fundurinn hefst kl. 11.30 og stendur til 13.30.
Með því að smella HÉR er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga, og Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI og varaformaður SA, taka þátt í umræðum undir stjórn Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þá munu Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, og Vilborg Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Bravo ehf. og kaupmaður í Centró á Akureyri, flytja hugvekjur.