Íþróttir
Stemning á Crossfitmóti Norðurs – MYNDIR
16.09.2024 kl. 17:17
Crossfitmótið AK-Games fór fram fyrr í mánuðinum í aðstöðu Norður í Njarðarnesi 10. Alls voru 18 lið skráð til leiks og var keppt í fjórum flokkum. Keppendur fóru í gegnum sex mismunandi, skemmtilegar og krefjandi æfingar. Mótshaldarar lögðu áherslu á að skapa góða stemningu á staðnum og bar komið upp lítilli stúku fyrir áhorfendur, ásamt varningi, veitingum og tónlist.
Úrslit í einstökum flokkum
- Unglingar - stúlkur
1. María Ósk Björnsdóttir og Sigríður María Þórðardóttir
2. Bríet Halldóra Hjörvarsdóttir og Júlía Karen Jónatansdóttir - SC kvenna
1. Brynja María Bjarnadóttir og Fjóla Kristín
2. Sara Sigmundsdóttir og Sara Belova - RX kvenna
1. Ingibjörg R. Malmquist og Heiðrún Huld Gestdóttir
2. Þórunn K. Björgvinsdóttir og Rakel Hlynsdóttir
3. Guðrún Hildur Gunnarsdóttir og Bryndís Arna Borgþórsdóttir - RX karla
1. Óskar Marinó Jónsson og Ægir Björn Gunnsteinsson
2. Tryggvi Þór Logason og Guðmundur Oddur Eiríksson
3. Ásgeir Kristjánsson og Arnar Bjarki Kristjánsson
Akureyri.net fékk aðgang að miklu myndasafni frá mótinu og eru hér birt nokkur sýnishorn. Myndasmiður er Egill Bjarni Friðjónsson. Fleiri myndir frá mótinu má meðal annars finna á Instagram-síðu Norðurs.