Stefán Þór: Nenni ekki þessu kennaravæli
Stefán Þór Sæmundsson, framhaldsskólakennari til áratuga og pistlahöfundur Akureyri.net, fjallar um mál málanna – kjarabaráttu kennara – í pistli dagsins.
„Þá er sami söngurinn byrjaður enn á ný. Kennarar eru fórnarlömb. Þeir njóta ekki virðingar. Störf þeirra eru ekki metin til launa. Almenningur skilur ekki eðli starfsins,“ segir Stefán í upphafi pistilsins. „Viðsemjendur gera sér ekki grein fyrir kröfum þeirra. Menntað fólk á almennum markaði er með hærri meðallaun en kennarar. Hvað er þá til ráða? Jú, væla og skæla og boða verkföll, klappa og stappa, kyrja Nallann og flykkjast á samstöðufundi og manna verkfallsvaktir. Æ, ég nenni þessu varla lengur.“
Stefán segist aldrei hafa álitið sig of góðan fyrir að þurfa að taka að sér aukastörf og telur að þessi mikla vinna hafi bara gert honum gott.
Ekki er loku fyrir það skotið að pistlahöfundurinn beiti allnokkru háði í dag sem endranær ...
Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs